Innlent

Ný hraðleið í Leifsstöð

Mynd/Valgarður Gíslason

Farþegar á Saga Class hjá Icelandair geta nú notið þess að komast hraðar í gegnum öryggiseftirlit í Leifsstöð en áður. Sérstök braut hefur verið gerð fyrir þá sem ferðast á Saga Class, og mun hún auka bæði þægindi og hraða. Fordæmi fyrir þessa þjónustu þekkist víða, t.d. má nefna Kaupmannahöfn, heathrow og Frankfurt.

„Með þessu erum við að auka þjónustu við þá farþega okkar sem ferðast á Saga Class og greiða enn götu þeirra í Leifsstöð. Bætist þetta við sérstök innritunarborð, setustofu, ókeypis Internet tengingar og þeirrar þjónustu í mat og drykk sem Saga Class farþegar okkar þekkja," sagði Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair.

„Við erum að þjónusta breiðan hóp viðskiptavina og með þessari viðbót viljum við koma til móts við þarfir þeirra viðskiptavina okkar sem gera kröfur um mikla þjónustu og vilja komast sem hraðast í gegnum innritun og öryggiseftirlit".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×