Erlent

Bush íhugar aðgerðir í Írak

Háttsettir bandarískir embættismenn rökræða nú hvort að draga eigi úr fjölda hermanna á þeim svæðum í Írak þar sem flestir látast. Í þessari viku verða umræður um framtíð stríðisins í Írak og fjárveitingar til hersins á bandaríska þinginu. Þó nokkrir þingmenn repúblikana hafa þegar sagt að þeir geti ekki lengur stutt stríðsreksturinn.

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hafði vonast eftir því að geta frestað slíkri tilkynningu fram í september en þá mun David Petraeus, yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Írak, skila af sér stöðuskýrslu um ástandið þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×