Erlent

Mikil fjölgun HIV-sýkinga í Svíþjóð

Mesta aukning HIV-sýkinga er í hópi sprautuflíkla
Mesta aukning HIV-sýkinga er í hópi sprautuflíkla MYND/365

Fjörtíu prósent aukning hefur orðið á HIV-sýkingum á milli ára í Svíþjóð. Fleiri en nokkru sinni frá því skráning hófst fyrir 20 árum hafa smitast á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. 153 karlmenn og 99 konur hafa greinst með smit á þessu tímabili.

Flestir sem smitast eru gagnkynhneigðir en mesta aukningin er í hópi sprautufíkla. Rúmlega 7.700 hafa greinst með HIV í Svíþjóð frá því faraldurinn hófst. Um fjögur þúsund eru á lífi, að því er sænska sóttvarnareftirlitið greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×