Erlent

Rútuslys í Mexíkó

Rútan er grafin undir skriðunni
Rútan er grafin undir skriðunni MYND/AP

Óttast er að að minnsta kosti 40 manns séu látnir eftir að rúta varð undir skriðu í gærmorgun nærri bænum San Miguel Eloxochitlan í Mexíkó.

Rútan var á leið um fjalllendi og er talið að skriðan hafi fallið í kjölfar mikillar úrkomu á svæðinu undanfarið. Hún grófst undir sjö metra þykku lagi af aur og grjóti. Fimm hundruð manns þar á meðal hermenn hafa unnið við að reyna að grafa fólkið út en björgunarstarf tafðist er önnur skriða féll. Seint í gærkvöldi var búið að grafa út eina konu sem var látin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×