Erlent

Ástralar segja olíu vera ástæðu veru sinnar í Írak

Varnarmálaráðherra Ástralíu, Brendan Nelson, sagði í gær að það að tryggja olíuforða heimsins væri ein af þeim ástæðum sem ríkisstjórn landsins horfði til þegar ákveðið væri hversu lengi ástralskar hersveitir yrðu í Írak. Nelson sagði þó að meginástæðan fyrir veru hersveitanna þar væri til þess að koma í veg fyrir að skilyrði almennings versni ekki enn frekar.

Stjórnarandstöðuleiðtoginn Kevin Rudd sagði þetta sýna að stjórnin fyndi nýjar ástæður fyrir Íraksstríðinu í hvert sinn sem hún væri spurð. Hann vísaði í svör forsætisráðherrans John Howard árið 2003 þegar hann sagði að stríðið í Írak tengdist olíu ekki á neinn hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×