Erlent

Al-Kaída sendir frá sér nýtt myndband

Næstráðandi al-Kaída birti í gær nýtt myndband á internetinu. Í því lofar hann vígamenn sem berjast í Írak og annars staðar. Hann birtist klæddur í allt hvítt og varaði Bandaríkjamenn við því að vindurinn, að boði Allah, blési gegn Washington.

Í myndbandinu, sem er ein og hálf klukkustund, hvetur Sawahiri fylgjendur sína til þess að fara til Írak, Afganistan, Palestínu og Sómalíu. Hann heitir því einnig að sigur muni vinnast bráðlega í Írak og Afganistan.

Myndbandið líkist meira kennslumyndbandi en hvatningarmyndbandi. Það er er tekið upp með svipuðum bakgrunni og er notaður í fréttatímum og svo vísar hann í ýmsar bækur og staðreyndir til þess að koma máli sínu frá sér. Á einum tímapunkti slær hann meira að segja að létta strengi.

Leyniþjónustur telja að myndbandið sé eins konar ávarp, ekki ósvipað árlegum ræðum valdhafa í hinum ýmsu löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×