Erlent

MEND aflýsir vopnahléi

Nígeríski uppreisnarhópurinn MEND (Movement for the Emancipation of the Niger Delta) hefur aflýst mánaðarlöngu vopnahléi. Hópurinn ber ábyrgð á flestum þeirra árása sem eru gerðar við ósa Níger-árinnar en þar er gríðarlegt magn af olíu að finna.

MEND berst fyrir því að þau svæði sem olían finnst á, en íbúar þeirra búa við sára fátækt, fái aukna stjórn yfir tekjum sem hljótast af olíuvinnslunni á svæðinu. Talsmaður hópsins sagði að hann vildi beinar viðræður við stjórnvöld um hvernig olíutekjunum skuli skipt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×