Erlent

Bush styttir dóm Libby

Lewis „Scooter“ Libby.
Lewis „Scooter“ Libby. MYND/AFP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, stytti í gærkvöldi fangelsisdóm Lewis „Scooter“ Libby, fyrrum aðstoðarmanns Dicks Cheney, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar fordæmdu ákvörðun  Bush og sögðu hana dæmi um misnotkun á valdi forseta.

Libby hafði hlotið tveggja ára dóm fyrir að hindra framgang réttvísinnar í rannsókn lögreglunnar á því hver lak til fjölmiðla upplýsingum um fyrrum CIA njósnarann Valerie Plame. Talið var að það hefði verið vegna stjórnmála en eiginmaður Plame var harður gagnrýnandi ríkisstjórnar Bush og stríðsrekstursins í Írak.

Libby sleppur nú alfarið við fangelsisvist en Bush gerði hana skilorðsbundna. Engu að síður þarf hann að greiða 250 þúsund dollara sekt.

Bush gerði þetta eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði þeirri kröfu Libbys að hann fengi að bíða með að fara í fangelsi þangað til að hærri dómstóll hefði fjallað um mál hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×