Launabaráttu lauk með slagsmálum 2. júlí 2007 18:28 Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða. Fréttir Innlent Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða.
Fréttir Innlent Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira