Erlent

1.600 Íslendingar á leið á Hróaskelduhátíðina

Frá Hróaskeldu 2006
Frá Hróaskeldu 2006 MYND/365

Um 45.000 manns eru nú komnir á Hróaskelduhátíðina. Svæðið var opnað á sunnudagskvöldið en hátíðin nær hámarki næstu helgi. 1.600 íslendingar hafa keypt miða á hátíðina og verða samkvæmt upplýsingum á heimasíðu hennar 2 % gesta.

41.800 Danir ætla á hátíðina en fólk víðs vegar að úr heiminum sækir hana heim og má þar nefna fólk frá Brasilíu, Hong Kong, Mósambík og Sri Lanka. Langflestir gestanna koma þó frá nágrannalöndum Danmerkur. 14.100 Norðmenn og 12.300 Svíar eru væntanlegir á svæðið. Frá 1.400-2.800 manns í Englandi, Finnlandi og Þýskalandi hafa einnig keypt miða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×