Erlent

Leiðtogar Afríku funda í Accra

Leiðtogafundur Afríkusambandsins fer fram í Accra, höfuðborg Ghana, í dag. í sambandinu eru alls 53 ríki. Yfirskrift fundarins eru viðræður um aukna samtvinnun ríkisstjórna Afríku og stærra hlutverk sambandsins. Hugmyndin um Bandaríki Afríku er ekki ný af nálinni en forseti Líbíu, Muammar Gadafi, hvatti leiðtoga Afríkuríkja nýverið til þess að hugsa nánar um hana.

Einnig er búist við því að rætt verði um átökin í Súdan, Sómalíu og Chad. Þá búast flestir við því að ástandið í Zimbabwe verði tekið fyrir en forseti landsins, Robert Mugabe, er á meðal þeirra sem leiðtogafundinn sækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×