Erlent

11 manns látist á tíu dögum í Texas

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Flóð í Texas hafa orðið 11 manns að bana í Marbles Falls síðustu tíu daga. Stanslaus rigning og vindur í gær gerðu það að verkum að þyrlur þurftu að gera bið á því að bjarga fólkum af húsþökum heimila sinna.

„Þetta er það versta sem ég hef séð á minni lífsleið," sagði bæjarstjórinn Raymond Whitman. Hús bæjarstjórans er á kafi í djúpu vatni. Flóðið hefur eyðilagt þrjár brýr og kaffært fjölda bíla. Ekki er vitað um afdrif fólksins í bílunum. 7200 manns búa í Marbles Falls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×