Erlent

Lockerbie-málið verður tekið upp á ný

Jónas Haraldsson skrifar
Á myndinni sést flak PanAm vélarinnar við Lockerbie.
Á myndinni sést flak PanAm vélarinnar við Lockerbie. MYND/AFP

Hæstiréttur Skotlands þarf að taka fyrir áfrýjun í máli líbíska leyniþjónustumannsins Abdel Basset al-Megrahi sem sakfelldur var fyrir aðild sína að Lockerbie sprengjuárásinni árið 2001. Sjálfstæð eftirlitsnefnd skoska ríkisins komst að þessari niðurstöðu í morgun. Víst þykir að aðstandendur fórnarlambanna eigi eftir að mótmæla niðurstöðunni harkalega.

270 létu lífið í sprengjuárásinni en flugvél flugfélagsins PanAm á leiðinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna var sprengd í loft upp yfir bænum Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Rannsókn málsins tók alls þrjú ár og fleiri en 15.000 vitni voru yfirheyrð.

Abdel Basset al-Megrahi var annar tveggja sem en hinn maðurinn, Lamin Khalifah Fhimah, var sýknaður. Það var ekki fyrr en árið 1999 eftir miklar viðræður Sameinuðu þjóðanna við Muammar al-Gaddafi sem yfirvöld í Líbíu létu mennina tvo af hendi. Abdel Basset al-Megrahi hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×