Erlent

Yfirmaður tyrkneska hersins vill aðgerðir í Írak

Yasar Buyukanit, yfirmaður hins volduga tyrkneska hers.
Yasar Buyukanit, yfirmaður hins volduga tyrkneska hers. MYND/AFP

Yfirmaður tyrkneska hersins, Yasar Buyukanit, sagði í sjónvarpsviðtali í morgun að hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum Kúrda í norðurhluta Írak gætu haft góðar afleiðingar. Talið er að uppreisnarmenn Kúrda, PPK, hafi aðsetur þar og geri þaðan árásir á tyrknesk landsvæði. Írösk yfirvöld hafa varað Tyrki við því að ráðast inn í Írak.

„Ég sagði í apríl að við þurfum að hleypa af stokkunum aðgerðum sem fara yfir landamæri ríkjanna og að þær mundu hafa góð áhrif. Ég endurtek þau orð mín núna." sagði Buyukanit.

Forsætisráðherra Tyrkja, Tayyip Erdogan, hefur reynt að draga úr áhyggjum alþjóðasamfélagsins af hugsanlegri árás á írakskt landsvæði. Orð Buyukanit nú í morgun eiga ekki eftir að hjálpa til við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×