Erlent

Allir létust í flugslysi í Kambódíu

Frá vettvangi slyssins í hlíðum Bukor.
Frá vettvangi slyssins í hlíðum Bukor. MYND/AFP

Flak flugvélarinnar sem leitað var að í Kambódíu fannst í nótt. Það voru flugmenn í leitarþyrlu sem komu auga á flakið á fjallinu Bukor í Kampot héraði.

Staðfest er að allir 22 sem voru um borð eru látnir. Flestir voru Suður- kóreskir ferðamenn. Vélin missti samband við stjórnstöð í innanlandsflugi 25 júní síðastliðinn. Slæm veðurskilyrði eru talin hafa valdið slysinu.

Miklir skógar eru á slysstað og næstu skref verða að grysja hann til að hægt sé að komast betur að flakinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×