Erlent

Saksóknari í máli Milosevic ósátt við lát hans

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Slobodan Milosevic
Slobodan Milosevic NordicPhotos/GettyImages

Carla Del Ponto, saksóknari Sameinuðu Þjóðanna segir að dauði Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu, ásæki sig. Hún lýsir því hversu ósátt hún sé við að hann hafi dáið áður en dómur féll yfir honum fyrir stríðsglæpi í stjórnartíð hans.

„Mitt vandamál er að hann dó eins og engill. Hann fór að sofa eitt kvöldið og vaknaði einfaldlega ekki upp daginn eftir," sagði Del Ponto. „Ég á það vandamál við minn guð".

Milosevic fannst látinn í fangaklefa sínum í Haag á meðan hann beið dóms fyrir stríðsglæpi, 66 ára að aldri. Hann var sakaður um stríðsglæpi, fjöldamorð og glæpi gegn mannkyninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×