Erlent

Evrópusambandið ræðir við Tyrki

Olli Rehn sést hér til vinstri, utanríkisráðherra Tyrklands, Ali Babacan, er í miðjunni og utanríkisráðherra Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, er hægra megin.
Olli Rehn sést hér til vinstri, utanríkisráðherra Tyrklands, Ali Babacan, er í miðjunni og utanríkisráðherra Þýskalands, Frank Walter Steinmeier, er hægra megin. MYND/AFP

Evrópusambandið stækkaði í dag viðræðugrundvöll við Tyrkland þegar hafist var handa að ræða um hagtölur og fjármálastjórn í landinu. Enn var þó horft fram hjá tveimur mikilvægustu punktunum í aðildaviðræðunum, efnahags- og gjaldmiðilsmálum.

Upphaflega átti að ræða þau mál en Þýskaland ákvað að gera það ekki eftir að Frakkland hafði gefið í skyn að þeir myndu hindra slíkar viðræður. Nicolas Sarkozy, nýkjörinn forseti Frakklands, er á móti því að Tyrkir fái inngöngu í Evrópusambandið.

Yfirmaður stækkunarferlis Evrópusambandsins, Olli Rehn, bar stækkunarferlið saman við myndun Bandaríkjanna. Hann sagði það hafa tekið meira en heila öld og borgarastyrjöld til viðbótar áður en sæst var á grunnsáttamála. Enn lengur hafi tekið að móta stofnanirnar.

„Stækkun Bandaríkjanna var á þessum nótum. Texas varð ekki hluti af Bandaríkjunum fyrr en 1845 - nærri 70 árum eftir að Bandaríkin voru stofnuð. Ef Tyrkland gengur inn í Evrópusambandið árið 2017 væri það aðeins 60 árum eftir stofnun þess." sagði Rehn að lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×