Erlent

Flugvél í Kambódíu ófundin

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Yfir 2000 hermenn höfðu gengið í gegnum skóg Kambódíu í morgun í mikilli rigningu, í von um að finna flugvél sem hrapaði í gær. Einum sólarhring eftir að flugvélin hvarf af ratsjám hefur ekkert fundist. Um borð í flugvélinni voru 22 manns.

Hun Sen, forsætisráðherra landsins, hefur lofað 315 þúsund krónum fyrir upplýsingar um hvar flugvélin er stödd. Erfiðar aðstæður eru á leitarsvæðinu. „Maður sér ekki lengra en 40 metra, hæðirnar eru sleipar og rigningin þung," sagði yfirmaður flugmála, Keo Sivorn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×