Erlent

Norður-Kórea hefur afvopnun

Embættismenn í Norður-Kóreu staðfestu í nótt að þeir hefðu fengið fjármunina sem Bandaríkjamenn frystu fyrr á árinu. Þá sögðu þeir að nú myndu þeir hefja vinnu við að loka kjarnaofni sínum.

Bandaríkjamenn og stjórnvöld í Norður-Kóreu náðu samkomulagi um afvopnun landsins í febrúar síðastliðnum. Fram að þessu hafði þó ekkert gerst. Alþjóðkjarnorkumálastofnunin mun funda með Norður-Kóreumönnum á morgun um framhald málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×