Coulthard: Þriðja sæti er stórslys á McLaren bíl 24. júní 2007 20:30 David Coulthard kann góða skýringu á velgengni McLaren liðsins NordicPhotos/GettyImages David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Coulthard segist stoltur af framgangi Hamilton á sínu fyrsta ári sem aðalökumaður og hinn 36 ára gamli ökuþór segir að það sé ef til vill sér sjálfum að þakka að einhverju leiti. "Ég hef fylgst með Hamilton síðan hann var lítill strákur og hann hefur alltaf verið mikið efni. Hann kom eitt sinn til mín og spurði mig ráða þegar hann vildi fara frá liðinu, en ég sagði honum að halda áfram hjá McLaren og leyfa þeim að leiðbeina sér áfram. Það hefur heldur betur skilað sér í dag og ég er feginn að hann breytti rétt," sagði Coulthard, sem þakkar liði McLaren stóran hluta velgengni piltsins í ár. "Ekki misskilja mig, Hamilton var réttur maður á réttum stað, en hann myndi viðurkenna það sjálfur undir eins að velgengni hans hefur mikið að gera með vinnu liðsins og bílasmiðanna. McLaren er einfaldlega með tvo langbestu bílana á brautinni í hverri keppni í ár og það er ástæða þess að þeir eru langefstir í stigakeppni bæði ökumanna og bílasmiða. Liðið á að vera áskrifandi af fyrstu tveimur sætunum hverju sinni og í raun er þriðja sæti stórslys ef tekið er mið af bílnum sem þeir eru með í höndunum," sagði Coulthard. Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
David Coulthard hjá Red Bull í Formúlu 1 segir að þó ökumenn McLaren liðsins Fernando og Lewis Hamilton séu vissulega góðir ökumenn, séu bílar liðsins það góðir um þessar mundir það sé hreinlega stórslys ef þeir enda í þriðja sæti eða neðar í keppni í ár. Coulthard segist stoltur af framgangi Hamilton á sínu fyrsta ári sem aðalökumaður og hinn 36 ára gamli ökuþór segir að það sé ef til vill sér sjálfum að þakka að einhverju leiti. "Ég hef fylgst með Hamilton síðan hann var lítill strákur og hann hefur alltaf verið mikið efni. Hann kom eitt sinn til mín og spurði mig ráða þegar hann vildi fara frá liðinu, en ég sagði honum að halda áfram hjá McLaren og leyfa þeim að leiðbeina sér áfram. Það hefur heldur betur skilað sér í dag og ég er feginn að hann breytti rétt," sagði Coulthard, sem þakkar liði McLaren stóran hluta velgengni piltsins í ár. "Ekki misskilja mig, Hamilton var réttur maður á réttum stað, en hann myndi viðurkenna það sjálfur undir eins að velgengni hans hefur mikið að gera með vinnu liðsins og bílasmiðanna. McLaren er einfaldlega með tvo langbestu bílana á brautinni í hverri keppni í ár og það er ástæða þess að þeir eru langefstir í stigakeppni bæði ökumanna og bílasmiða. Liðið á að vera áskrifandi af fyrstu tveimur sætunum hverju sinni og í raun er þriðja sæti stórslys ef tekið er mið af bílnum sem þeir eru með í höndunum," sagði Coulthard.
Formúla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira