Erlent

Fuglaflensa í Tógó

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Rannsóknarniðurstöður staðfesta að H5N1 afbrigði fuglaflensunnar hafi fundist á alifuglabúgarði í Tógó. Eftir að óeðlilega margir fuglar drápust á búgarðinum, voru send sýni á rannsóknarstofu sem staðfestu fuglaflensuna. H5N1 er hættulegasta afbrigði flensunnar.

Búgarðurinn er í 45 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg landsins, Lome. Í gær fannst H5N1 í kalkúnum í Tékklandi og kona lést í Víetnam af völdum fuglaflensunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×