Erlent

Pólverjar segja lausn ekki í sjónmáli

Jónas Haraldsson skrifar
Lech Kaczynski, forseti Póllands, býst ekki við samkomulagi á leiðtogafundinum.
Lech Kaczynski, forseti Póllands, býst ekki við samkomulagi á leiðtogafundinum. MYND/AFP

Pólverjar sögðu í dag að enginn árangur hefði náðst á fundum Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er í forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir, og Lech Kaczynski, forseta Póllands. Póllandi hefur þegar verið boðin málamiðlun.

Hún myndi gera löndum sem hafa ekki nógu mikinn styrk til þess að neita tillögum, að fresta ákvarðanatöku um nokkra mánuði og krefjast frekari viðræðna um viðkomandi mál. Deilan snýst um að samkvæmt nýja sáttmálanum vilja Þjóðverjar að fólksfjöldi endurspegli atkvæðafjölda í sambandinu. Þeir eru 82 milljónir og hafa 29 atkvæði en Pólverjar eru 38 milljónir og hafa 27 atkvæði. Pólverjar leggjast því gegn breytingunum þar sem þeir munu missa mikinn hluta af styrk sínum á vettvangi Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×