Innlent

Bjó til tölvuleik fyrir tvíburasynina

Móðir heyrnarskertra tvíburadrengja dó ekki ráðalaus þegar hún stóð frammi fyrir því að finna nútímaafþreyingu fyrir syni sína. Hún bretti einfaldlega upp ermar og hannaði tölvuleikinn: Tumi og táknin.

Guðrún Eiríksdóttir var í tölvunarfræði við Háskóla Íslands þegar tvíburasynir hennar, sem nú eru tæplega sjö ára, voru greindir með heyrnarskerðingu. Henni datt þá í hug að búa til tölvuleik fyrir drengina til að örva málþroskann hjá þeim. Það varð síðan lokaverkefnið hennar við skólann og fékk hún þá Sunnu Björgu Sigurjónsdóttur í lið með sér. Forritunin hófst í mars í fyrra og hefur tekið rösklega eitt ár. Til að hafa eitthvað fyrir stafni þegar leikurinn fór í framleiðslu í vor lögðust þær í saumaskap og úr varð dúkkan Tumi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×