Erlent

Páfi hefur áhyggjur af kristnum í Írak

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Benedikt XVI hefur miklar áhyggjur af kristnum íbúum í Írak og í öðrum miðausturlöndum, vegna ofbeldis og ofsóknum sem þeir verða fyrir. Hann segir kristið fólk á þessu svæði þjást andlega og veraldlega.

„Sérstaklega í Írak finnur kristið fólk fyrir auknu óöryggi. Margir sjá enga aðra leið en að yfirgefa land sitt og leita betra lífs utanlands," sagði páfinn. Fyrr í mánuðinum drápu íslamskir málaliðar prest og þrjá aðstoðarmenn hans í bænum Mosul, í norðurhluta Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×