Erlent

Austurríkismenn sleppa grunuðum njósnara

Yfirvöld í Austurríki hafa leyst úr haldi fulltrúa rússnesku geimferðastofnunarinnar sem sakaður var um njósnir. Maðurinn, sem er rússneskur, var handtekinn í síðustu viku í eða við borgina Linz vegna gruns um njósnastarfsemi.

Stjórnvöld í Moskvu mótmæltu handtökunni harðlega en maðurinn hafði friðhelgi sem erlendur erindreki. Hann verður sendur með flugi til Mosku mjög fljótlega. Fréttastofan RIA Novosti hefur þetta eftir starfsmanni rússneska sendiráðsins í Vín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×