Erlent

Leiðtogar ESB takast á í Brussel

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og núverandi forseti Evrópusambandsins.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og núverandi forseti Evrópusambandsins. MYND/AFP

Leiðtogar Evrópuríkja hittast í Brussel í dag til þess að ræða nýjan sáttmála til þess að bæta starfsemi Evrópusambandsins. Þjóðverjar, sem eru í forystu sambandsins um þessar mundir, ætla að leggja til róttækar breytingar á starfseminni, en ætla ekki að kalla tillöguna stjórnarskrá.

Franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir tveimur árum síðan. Tillaga Þjóðverja gefur eftir ýmis lykilatriði en Bretar og Pólverjar hóta engu að síður að beita neitunarvaldi ef þeim finnst fullveldi sínu ógnað. Fundurinn nú á að vera undanfari nýs samkomulags um Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×