Erlent

Íranar íhuga að nota olíu sem vopn

Íranar útiloka ekki að beita olíu sinni sem efnahagslegu vopni gegn Bandaríkjunum ef þau ráðast á landið vegna kjarnorkuáætlunar þess. Íranskur embættismaður skýrði frá þessu í morgun. Þeir sögðu það jafnframt eðlileg viðbrögð við þeim fréttum að Bandaríkjamenn hafi ekki útilokað að gera árás á landið.

Stjórnvöld vestanhafs segja að þau vilji leysa deiluna á friðsamlegan hátt en ef allt annað bregst, séu þau tilbúin að skoða þann kost að gera árás á kjarnorkustöðvar Írana. Íranar sögðu þó að þeir myndu aðeins nota olíuna sem stjórntæki gegn Bandaríkjamönnum til þess að bregðast við árásum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×