Erlent

Gripinn glóðvolgur við prófsvindl

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
George Bush, Bandaríkjaforseti, lagð blómsveig á minnismerki um hina óþekktu í Sofíu.
George Bush, Bandaríkjaforseti, lagð blómsveig á minnismerki um hina óþekktu í Sofíu. MYND/AFP

Sonur leyniþjónustumanns í Búlgaríu olli miklu uppnámi þegar hann notaði hátæknibúnað föður síns til að svindla á prófi. Á sama tíma voru einhverjar viðamestu öryggisráðstafanir í gangi í höfuðborginni vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta til Sofiu.

Leyniþjónustumenn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar tæki svindlarans lokaði rás þeirra með flóði af upplýsingum úr lífeðlisfræði. Grunur vaknaði um að upplýsingarnar væru dulmál fyrir yfirvofandi hryðjuverk.

Sendingarnar voru fljótlega raktar og lögregla ásamt leyniþjónustufulltrúum Bandaríkjanna þustu inn í háskólann í Sófíu. Þeir gengu stofu úr stofu þar til þeir fundu nemandann sem sat sveittur og hripaði niður upplýsingar frá vitorðsmanninum sem var á salerni skólans.

Lögreglan komst síðan að því að ekki var um hryðjuverkaáform að ræða og slepptu drengnum eftir 24 tíma dvöl á lögreglustöðinni.

Drengurinn, Georghe Dimitrov, er 21 árs. Hann verður ákærður fyrir að nota útvarpsbylgjur án leyfis. Honum var einnig tilkynnt að hann hefði fallið á prófinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×