Erlent

Nær engar fréttir

Guðjón Helgason skrifar

Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins voru litlar sem engar í gær vegna verkfalls starfsmanna. Fjölmörgum fréttamönnum hefur verið sagt upp síðustu daga í sparnaðarskini. Enn þarf að skera niður vegna kostnaðar við byggingu nýrra höfustöðva ríkisútvarpsins danska.

Fjölmörgum hefur verið og verður sagt upp í ár hjá Danska ríkisútvarpinu í ár vegna niðurskurðar. Framvkæmdir við nýjar höfuðstöðvar hafa farið fram úr áætlun um sem nemur jafnvirði rúmlega 20 milljörða íslenskra króna. Spara þarf jafnvirði rúmlega 3 milljarða íslenskra króna á ári næstu 5 árin og því þarf að segja um 300 starfsmönnum upp. Það er gert yfir lengri tíma og var um 70 manns sagt upp nú í vikunni hjá tónlistar- og menningardeild.

Fyrir vikið lögðu fréttamenn niður vinnu í gær og stóru fréttatímarnir tveir í sjónvarpi féllu niður. Boði var upp á stuttar fréttir í útvarpi sem yfirmenn unnu. Starfsmenn segja starfsandan mjög slæman hjá ríkistútvarpinu danska. Steen Kramhoeft, trúnaðarmaður starfsmanna hjá Danska útvarpinu, segir að starfsmönnum sé smalað inn í herbergi. Þangað komi stjórnendur og velji út þá sem séu látnir fara. Aðfarirnar séu ekki sæmandi.

Kurt Strand, fréttamaður, segir að ef starfsmenn væru þess vissir að niðurskurðurinn væri úthugsaður og allt þar að baki hugsað til enda þá hefði ekki orðið af verkfalli. Starfsmenn danska útvarpsins komu saman í garðinum við gömlu höfuðstöðvarnar með ölkrús í hönd og kvöddust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×