Erlent

Forseti Argentínu vill Falklandseyjar

Forseti Argentínu, Nestor Kirchner, hét því í gær að Argentína mundi aftur ráða ríkjum á Falklandseyjum. Hann ætlaði sér þó að fá þær aftur á friðsamlegan hátt. Þá sagði hann sigur Breta í Falklandseyjastríðinu vera nýlendusigur sem heimurinn hefði verið á móti.

Ekkert var haldið upp á tímamótin í Argentínu en í Bretlandi var haldin minningarathöfn fyrir þá 255 bresku hermenn sem létu lífið í stríðinu. Margaret Thatcher tók þátt í athöfninni en það var hún sem sendi breska flotann til Falklandseyjanna árið 1982.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×