Erlent

Tvær milljónir í verkfall í Suður-Afríku í dag

Búist er við því að þúsundir opinberra starfsmanna muni taka höndum saman í Suður-Afríku í dag og fara í allsherjarverkfall. Verkalýðsfélög þar í landi hafa boðað verkfallið vegna óánægju með launatilboð ríkisins.

Nú þegar hafa heilbrigðis- og menntamálastarfsmenn verið í verkfalli í nokkra daga og lamað skóla og sjúkrahús. Í dag er búist við því að allt að tvær milljónir manna muni leggja niður vinnu sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×