Erlent

Eiginkona Litvinenko segir hann ekki hafa unnið með MI6

Eiginkona Alexander Litvinenko neitaði því Í morgun að hann hefði unnið fyrir bresku leyniþjónustuna. Litvinenko var fyrrum KGB njósnara sem var myrtur með geislavirkum efnum í Bretlandi vetur. Andrei Lugovoy, sem er sakaður um að hafa myrt Litvinenko, sagði að Litvinenko hefði unnið fyrir MI6, bresku leyniþjónustuna.

Marina Litvinenko sagði í viðtali við BBC í morgun að ásakanir Lugovoy væru kjaftæði. Hún hvatti líka til þess að leiðtogar á G8 fundinum í næstu viku myndu styðja við bakið á Tony Blair en talið er að hann ætli að telja Vladimir Putin á að framselja Andrei Lugovoy til Bretlands.

Hún sagði jafnframt að henni liði ennþá illa vegna morðsins en að henni fyndist engu að síður örugg í Bretlandi. „Með alla í kringum mig, Scotland Yard, finnst mér ég vera örugg.“ sagði Marina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×