Erlent

Neitað að skipta um trú

Hæstiréttur Malasíu neitaði í nótt Linu Joy um að skrá sig sem kristna konu. Joy var áður múslimi og hefur barist fyrir því að fá að skipta um trú undanfarin sex ár. Hæstiréttur sagði í úrskurði sínum að múslimar í landinu ættu að svara til Sharía dómstóls. Samkvæmt honum mega múslimar ekki skipta um trú.

Í stjórnarskrá Malasíu segir þó að trúfrelsi sé í landinu en engu að síður að allir sem í því fæðast séu múslimar. Tvöfalt ríkiskerfi er í landinu og sjá borgaraleg yfirvöld um mál þeirra sem ekki eru múslimar en sharíadómstólar um mál múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×