Erlent

Verkfalli áhafna SAS lokið

Verkfalli áhafna flugfélagsins SAS hefur verið aflétt og mun þjónusta félagsins verða með eðlilegum hætti strax á morgun. Verkfallið hafði leitt til þess að SAS þurfti að aflýsa flugferðum síðastliðna fimm daga. Samkomulag náðist síðan í nótt.

Farið var í verkfall til þess að krefjast betri vinnuaðstæðna, svo sem lengri kaffitíma. Einnig var tekist á um launin og hækka þau um 10,3 prósent næstu 38 mánuðina en það er í takt við aðrar greinar í Svíþjóð. Talið er að kostnaður SAS við verkfallið hafi verið um 20 milljón sænskar krónur á dag, eða rúmlega 180 milljónir íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×