Erlent

Herlið sagt á leið til Kænugarðs

Sáttafundur Viktors Jústjenskó, forseta Úkraínu og Viktors Janukovits forsætisráðherra Úkraínu í nótt skilaði engum árangri en áframhaldandi fundir hafa verið boðaðir í dag. Alger stjórnmálakreppa virðist ríkja í landinu vegna togstreitu þessara fornu fjenda. Í gær tók forsetinn stjórn hersveita innanríkisráðuneytisins í sínar hendur en forsætisráðherrann sagði það algert brot á stjórnarskrá landsins. Í morgun bárust fregnir af því að sá armur hersveitanna sem væri hliðhollur Jústsjenkó væri á leið til höfuðborgarinnar en á tólfta tímanum fullyrti AFP-fréttastofan að liðsflutningarnir hefðu stöðvast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×