Erlent

Rigning á Spáni

Guðjón Helgason skrifar

Mörg hundruð manns hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum á Mið-Spáni þar sem mikið hefur ringt í vikunni. Vegir hafa farið í sundur í flóðum á svæðinu og vatn flætt yfir lestarteina.

400 íbúar í bænum Alcazar de San Juan urðu að flýja en vatnshæð sumstaðar þar hefur náð einum og hálfum metra að sögn yfirvalda. Björgunarmenn og fulltrúar Rauða krossins hafa haft í mörgu að snúast í dag og síðustu daga við að bjarga fólki og hjálpa því að heiman. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi týnt lífi í vatnselgnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×