Erlent

Hið brjálæðislega bensínverð í Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar
Bandaríkjamenn eru farnir að sætta sig við hið gríðarlega háa verð á bensíni.
Bandaríkjamenn eru farnir að sætta sig við hið gríðarlega háa verð á bensíni.

Bandaríkjamenn eru farnir að venjast hinu brjálæðislega verði sem er á bensíni þar í landi. Lítrinn er farinn að nálgast heilar fimmtíu krónur. Fyrst þegar bensínið byrjaði að hækka voru viðbrögð neytenda harkaleg. Það var hvatt til þess að stóru olíufélögin yrðu sett í viðskiptabann og það var jafnvel veist að afgreiðslufólki á bensínstöðvum.

Nú er þetta farið að róast. Bandaríkjamenn borga orðið umyrðalaust þetta háa bensínverð og eftirspurnin hefur lítið minnkað, að sögn olíufélaganna. Ein ástæðan er sögð sú að bílar eru mun sparneytnari en þeir voru áður. Almenningur finnur því ekki jafn mikið fyrir verðhækkunum og áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×