Erlent

Gleymdu því góði

Óli Tynes skrifar
Blásum.
Blásum.

Bandaríkin hafa hafnað tilraunum Þjóðverja til þess að fá átta helstu iðnríki heims til þess að fallast á að draga verulega úr úblæstri kolefna. Bandaríkjamenn gera þetta með nokkru offorsi. Þjóðverjar ætluðu að leggja fram tillögur þess efnis á ráðstefnu iðnríkjanna sem hefst í Þýskalandi 6 júní næstkomandi.

Í athugasemdum við tillögurnar sem Reuters fréttastofan hefur séð segir að Bandaríkjamenn geri alvarlegar grundvallar athugasemdir við tillögurnar. Þær fari yfir fjölmargar rauðar línur sem Bandaríkin hafi sett. Það geti þeir enganvegin sætti sig við.

Í athugsemdum Bandaríkjamanna segir ennfremur að í tillögunum sé sagt að þetta sé lokaályktun. Þeir hafi hinsvegar aldrei samþykkt orðalagið sem þar sé viðhaft. Bandaríkjamenn segja að þeir hafi reynt að stíga létt till jarðar. Því séu hinsvegar takmörk sett hvað þeir geti teygt sig langt, miðað við grundvallar-andstöðu sína við stefnu Þjóðverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×