Innlent

Hvalveiðar skaða

Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata.

Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare fengu ráðgjafafyrirtækið Sjónarrönd til að taka út efnahagsleg áhrif hvalveiða við Ísland og var skýrslan kynnt í dag. Rætt var við einstaklinga og hagsmunaðaðila sem hafa viðrað áhyggjur af hvalveiðum til að kanna hversu sterk rök þeir hafa fyrir máli sínu. Alls var talað við ellefu manns, einkum menn í ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Athygli vekur að talað var við Styrmi Gunnarsson, vegna þess meðal annars að Morgunblaðið hefur tekið afstöðu gegn veiðunum.

En meginniðurstöðurnar eru í fyrsta lagi að áhyggjur manna séu studdar sterkum rökum. Í öðru lagi að áhrif af vísindaveiðum hafa verið nokkur en ekki umtalsverð. Og í þriðja lagi að hugsanlegur hagnaður af veiðunum yrði svo lítill að smávægileg áhrif á ferðaþjónustu til dæmis myndi fljót eyða ábatanum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×