Innlent

Jafnræði milli flokkanna í ríkisstjórn

Þingvallastjórnin er helmingaskiptastjórn þegar tekið er tillit til hvoru tveggja, skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálans, segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur.

Samfylkingin tekur yfir ráðuneyti Framsóknarflokksins í nýrri ríkisstjórn að undanskildu heilbrigðis og landbúnaðarráðuneyti og fær í staðinn samgönguráðuneytið. Baldur Þórhallsson tekur ekki undir orð formanna Framsóknarflokksins og Vinstri grænna að Samfylkingin hafi gefið eftir í samningum við Sjálfstæðisflokkinn. Það fari eftir því hvernig menn vegi og meti ráðuneytin. Hann segir hugsanlegt að ráðuneytaskiptingin sýni breytt viðhorf til þessara málaflokka. Baldur bendir á að Samfylkingin muni fara með umdeilda málaflokka sem hún hefur lagt mikla áherslu á.

Hann segir Samfylkinguna hafa náð ýmsu í gegn í stefnuyfirlýsingunni með skýrum áherslum á velferðarmál, börn, málefni aldraðra og jafnréttismál samhliða áherslum sjálfstæðisflokks á skattalækkanir og hagstætt umhverfi fyrir fyrirtæki.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×