Innlent

Konum fækkar í stjórnum fyrirtækja

Engin kona situr í stjórn rúmlega sjötíu af hundrað stærstu fyrirtækjum landsins. Tvær konur gegna í þeim stjórnarformennsku.

Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála hjá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Þetta er í annað sinn sem setrið gerir úttekt á kynjahlutfalli í stjórnum og æðstu stjórnendastöðum hundrað veltumestu fyrirtækja landsins. Í ljós kom nú, að konum í stjórnum hefur fækkað á milli ára. Þær voru tólf prósent árið 2005 en eru nú átta prósent stjórnarmanna. Í tólf fyrirtækjum eru konur þriðjungur stjórnarmanna eða meira. Ekkert fyrirtækjanna hefur jafnt hlutfall kynja í stjórnum. Konum fjölgar meðal æðstu stjórnenda fyrirtækjanna, voru tíu prósent árið 2005 en eru nú fjórtán prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×