Erlent

Kínverjar mótmæla fjölskyldustefnu ríkisins

Þúsundir þorpsbúa í suðurhluta Kína tókust á við lögreglu á laugardaginn síðastliðinn eftir að yfirvöld settu háar fjársektir til höfuðs þeim fjölskyldum á svæðinu sem eiga fleiri en eitt barn.

Lögregla var kölluð á staðinn eftir að þorpsbúar kveiktu bál og eyðilögðu bíla og talið er að minnsta kosti tíu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum. Þau áttu sér stað í Guangxi, sem er sjálfsstjórnarhérað við landamæri Víetnam. Mótmælin hófust þegar embættismenn fóru hús úr húsi og kröfðust greiðslu af fólki sem átti fleiri en eitt barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×