Erlent

Noregur: Sögufrægt hótel brann til grunna

Guðjón Helgason skrifar

Eitt þekktasta hótel Norðmanna brann til grunna um liðna helgi, aðeins viku áður en fagna átti 90 ára afmæli þess. Dombås-hótelið stóð nærri Dofra-fjalli og var þekkt kennileiti í Norður-Upplandi. Þar sem hótelið stóð var áður rekið gistihús frá árinu 1858.

Eldurinn kviknaði á laugardagkvöldið og breiddist hratt út. 70 gestir og starfsfólk voru þar inni þegar eldsins varð vart og var hótelið þegar rýmt. Engan sakaði. Slökkvilið réð ekkert við eldinn.

Verið varð að lappa upp á hótelið vegna afmælishátíðar um næstu helgi. Talið er að eldurinn hafi kviknað á eftstu hæð. Ekkert er vitað með vissu um eldsupptök og málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×