Erlent

Borgarar látast í átökum í Líbanon

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Líbanski herinn á í átökum við öfgasinnaða íslamista í borginni Tripolí.
Líbanski herinn á í átökum við öfgasinnaða íslamista í borginni Tripolí. MYND/AFP

Að minnsta kosti átta manns létust í átökum sem brutust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Átökin áttu sér stað á milli hersins og öfgasinnaðra íslamista. Aðilarnir skiptust á skotum við Nahr al-Bared búðirnar í Tripolí þar sem 50 manns létust í átökum í gær.

Þúsundir Palestínumanna eru í búðunum. Tugir þeirra særðust. Dagurinn í gær var sá blóðugasti síðan borgarstríðinu lauk fyrir 17 árum.

Átökin hófust þegar öryggissveitir reyndu að handtaka grunaða bankaræningja. Herskáir íslamistar létu þá til skarar skríða. Líbanski herinn náði tökum á ástandinu í búðunum í gær, en átökin héldu síðan áfram í morgun og hafa hermennirnir svarað handsprengjum og byssuskotum meðal annars með árásum frá skriðdrekum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×