Erlent

Átta féllu í loftárás á Gaza

Óli Tynes skrifar
Einn þeirra sem særðist í loftárásinni er fluttur á sjúkrahús.
Einn þeirra sem særðist í loftárásinni er fluttur á sjúkrahús.

Að minnsta kosti átta manns létu lífið í loftárás ísraela á heimili eins af stjórnmálaleiðtogum Hamas samtakanna í dag. Fleiri særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hús á Gaza ströndinni. Ísraelar segja að árásirnar hafi verið gerðar á staði þaðan sem eldflaugum var skotið á Ísrael.

Undanfarna daga hafa Hamas haldið uppi eldflaugaskothríð yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar voru búnir að hóta því að svara í sömu mynt. Þeir hafa meðal annars send skriðdrekasveit rétt innfyrir landamæri Gaza. Einnig fótgönguliða.

Hamas samtökin segja að stjórnmálaleiðtogi þeirra, Khalil al-Hayya hafi ekki verið heima þegar loftárásin var gerð. Þar hafi hinsvegar verið ættingjar hans og vinir. Ekki var tilgreint hverjir það voru sem féllu í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×