Erlent

Putin og Merkel funda í dag

Vladimir Putin, forseti Rússlands, mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins í dag en spenna hefur verið í samskiptum þeirra að undanförnu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og núverandi forseti Evrópusambandsins, sagði að litlar líkur væru á úrlausnum mála á fundinum.

Engu að síður sagði hún að viðræðurnar gætu leitt til betri skilnings á ágreiningi aðilanna tveggja. Deilur Rússa við Eistland og staðan í Kosovo verða helstu málin. Þá eru orkumál Evrópusambandinu einnig ofarlega í huga en það hefur sakað Rússa um að beita orkubirgðum sínum á pólitískan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×