Erlent

Samkomulag næst um innflytjendalög

Öldungadeild bandaríska þingsins og Hvíta húsið hafa náð samkomulagi um innflytjendalöggjöf sem veitir milljónum ólöglegra innflytjenda búseturétt í Bandaríkjunum.

Þingmaður demókrata, Edward Kennedy, staðfesti samkomulagið. Þá sagði hann að staða verðandi innflytjenda yrði ráðin af frammistöðu þeirra.

Búist er við því að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, eigi eftir að styðja við frumvarpið þar sem það herðir einnig gæslu við landamæri Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar um samkomulagið verða birtar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×