Erlent

Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Wolfowitz hefur sagt að hann muni ekki segja af sér vegna málsins.
Wolfowitz hefur sagt að hann muni ekki segja af sér vegna málsins. MYND/AFP

Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann.

Hvíta húsið tilkynnti í dag að það styddi Wolfowitz, en bætti við að enn væru möguleikar í stöðunni. Hagsmunir bankans þyrftu að koma fyrst.

Bandaríkin fengu ekki stuðning aðal-bandamanna sinna í G7 hópnum vegna mótmæla Kanadamanna sem vildu að Wolfowitz hætti. Ítalir, Frakkar, Þjóðverjar og Bretar eiga einnig sæti í hópnum.

Wolfowitz hefur áður sagt að hann muni ekki segja af sér vegna málsins.

Hann var einn af helstu arkitektum innrásarinnar í írak og hefur alla tíð lagt áherslu á að Bandaríkin noti herafla sinn til að koma málum sínum áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×