Erlent

Fékk 2.000 ára fangelsisdóm

Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. Fjórir þeirra eru þegar látnir úr veikinni. Þrátt fyrir þennan langa fangelsisdóm þarf læknirinn aðeins að afplána tuttugu ár af dómnum, eða eitt prósent. Hann var einnig dæmdur til að greiða sjúklingum sínum skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×