Erlent

Sterling óttast gjaldþrot vegna verkfalls flugmanna

Óli Tynes skrifar

Flugfélagið Sterling boðar gjaldþrot ef verkfall flugmanna sem hefst 17. maí, dregst á langinn. Stefan Vilner, framkvæmdastjóri félagsins segir í samtali við Berlingske Tidende að verkfall kosti 150 til 200 milljónir króna á dag. Slíkt tap geti þeir ekki þolað nema einn eða tvo daga.

Samninganefnd félagsins mun eiga fund með flugmönnum í dag. Ef þar næst ekki árangur hefst verkfall á fimmtudaginn. Sterling er í eigu Northern Travel Holdin og Northern Travel Holding er að fullu í eigu íslenskra aðila.

Þar er Fons með 44 prósent, FL Group með 34 prósent og Sund með 22 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×